Þessi eini leikur gegn Króatíu fór með síðasta mót
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gísli Þorgeir Kristjánsson (Sævar Jónasson)

Það styttist og styttist í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Fyrsti leikur Íslands á mótinu fer fram á föstudaginn þegar strákarnir okkar mæta Ítalíu.

Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur farið hamförum með Magdeburg bæði í þýsku deildinni og í Meistaradeildinni og átti flotta spretti með íslenska liðinu á heimsmeistaramótinu á síðasta ári.

En hvað vill hann sjá íslenska liðið gera á Evrópumótinu?

,,Ég vil sjá okkur spila góðan handbolta og við séum stöðugt á því leveli sem við viljum vera á. Að vera með góða uppskrift að því hvernig á að vinna leiki. Mér fannst við komnir með þokkalega góða uppskrift á síðasta móti en þessi eini leikur (gegn Króatíu) fer með það mót, algjörlega."

,,Við megum heldur ekki týna okkur í neikvæðninni. Ef við tökum Þýskalandsverkefnið inn í þetta, þá erum við að spila fínan bolta og það er okkar helsta vandamál þegar við erum að tapa leikjum, það eru þessi dauðafæri. Sérstaklega í fyrri leiknum gegn Þýskalandi, þá klikkum við fimm vítum og erum með 14-15 dauðafæri sem fara forgörðum. Það er eitthvað sem má ekki gerast aftur og það er eitthvað sem ég vil að við tökum skref upp á við," sagði Gísli Þorgeir sem verður í eldlínunni í Kristianstad með íslenska landsliðinu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 11
Scroll to Top