Ísland hefur aldrei átt jafn góða möguleika að fara í undanúrslit
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Björgvin Páll - Óskar Bjarni (Sævar Jónasson)

Evrópumótið hefst fimmtudaginn, 15.janúar en íslensku strákarnir okkar mæta til leiks föstudaginn 16. janúar þegar liðið mætir Ítalíu undir stjórn Bob Hannings, framkvæmdastjóra Fuchse Berlín.

Allir leikir Íslands á mótinu og gott betur en það verða sýndir í beinni á RÚV og RÚV 2 og öllum leikjum Íslands verður gerð góðskil bæði í Handkastinu og á RÚV í EM stofunni sem Helga Margrét Höskuldsdóttir, Flóamaður stýrir.

Ásamt Helgu Margréti verða þeir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson sem rýna í leiki Íslands á mótinu. Þau eru byrjuð að hita upp fyrir mótið og sendu frá sér hlaðvarpsþátt sem ber heitið “Biðstofan” - Um er að ræða annan íslenska handboltahlaðvarpsþáttinn á Íslandi ásamt Handkastinu. 

Í fyrsta þætti Biðstofunnar er farið yfir möguleika íslenska liðsins á mótinu og rætt um væntingar og stöðuna á liðinu. Logi Geirsson sagði meðal annars í þættinum að möguleikar Íslands á að fara í undanúrslit á Evrópumóti hafi aldrei verið jafn góðir eins og nú.

,,En við erum á þeim stað að við erum taldir af þeim 24 sem taka þátt vera fimmta besta liðið. Fimmta líklegasta liðið til að vinna þetta mót. Fjölmiðlar erlendis sem ég hef skoðað mikið í aðdraganda mótsins hafa verið að segja að af þeim tveimur leiðum sem í boði eru á mótinu þá er verið að tala um að Ísland hefur aldrei átt jafn góða möguleika að fara í undanúrslit,” sagði Logi Geirsson og bætti við til að rökstyðja mál sitt.

,,Við erum í riðli með Ítalíu, Póllandi og Ungverjalandi. Síðan förum við líklega í leiki gegn Svíþjóð, Króatíu, Slóveníu og Færeyjum að öllum líkindum. Við sleppum fjórfalda heimsmeistara Danmerkur, ríkjandi Evrópumeistara Frakklands, Spánverja og Þýskaland. Þetta eru þjóðir sem geta ekki mætt okkur fyrr en í undanúrslitum.”

Handkastið gerir upp alla leiki Íslands á mótinu í hlaðvarpsþætti sínum strax að leikjum loknum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top