Garðar Sindra orðinn leikmaður Gummersbach
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Garðar Ingi Sindrason - FH (J.L.Long)

Garðar Ingi Sindrason leikmaður FH hefur verið kynntur sem nýr leikmaður þýska úrvalsdeildarliðsins, Gummersbach. Félagið tilkynnti hann á heimasíðu sinni nú rétt í þessu. Félagið kaupir Garðar frá FH en hann gengur til liðs við þýska félagið næsta sumar.

Handkastið greindi frá því í upphafi árs að Garðar Ingi væri undir smásjá liða í Evrópu en nú er ljóst að hann verður leikmaður Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni. Hann gekkst undir læknisskoðun hjá félaginu á dögunum.

Garðar Ingi sem er fæddur árið 2007 er uppalinn hjá FH og hefur farið á kostum með liðunum í Olís-deild karla á síðustu mánuðum. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við FH sumarið 2025. 

Þjálfari Gummersbach er Guðjón Valur Sigurðsson sem var á dögunum í EM pallborði í Kaplakrika. Hvort það hafi verið hluti af kaupverði Gummersbach fyrir Garðar Inga er Handkastinu ekki ljóst um. Fyrir hjá Gummersbach eru íslensku landsliðsmennirnir Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson.

Þrátt fyrir ungan aldur er Garðar Ingi á sínu þriðja tímabili með FH í Olís-deildinni en hann lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk tímabilið 2022/2023 er hann var í leikmannahópi FH í einum leik. Á síðustu leiktíð jókst hlutverk hans til muna og í vetur hefur hann tekið við lyklavöldum af Ásbirni Friðrikssyni sem lagði skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð.

Á yfirstandandi tímabili en hann hefur skorað 77 mörk og gefið 86 stoðsendingar í fimmtán leikjum í Olísdeildinni.

,,Við erum virkilega stolt fyrir hönd Garðars að ganga til liðs við Gummersbach enda er um að ræða sögufrægt og gríðarsterkt lið í bestu deild heims. Við erum líka stolt af því að sjá - enn og aftur - unga leikmenn FH semja við í öflug atvinnumannalið í Evrópu en það er ekkert launungarmál að stefna handknattleiksdeildarinnar er m.a. sú að skapa eins öfluga umgjörð og tækifæri og kostur er fyrir unga leikmenn til að ná sínum markmiðum og verða atvinnumenn. Við FH-ingar viljum líka þakka Gummersbach fyrir góð og fagleg samskipti er kom að félagaskiptunum," sagði Ágúst Bjarni Garðarsson formaður handknattleiksdeildar FH við vefmiðla FH.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 46
Scroll to Top