Þorvaldur með tilboð frá Póllandi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þorvaldur Örn Þorvaldsson (Baldur Þorgilsson)

Þorvaldur Örn Þorvaldsson, línumaður Vals fór á dögunum á reynslu til pólska félagsins GE Wybrzeże Gdansk. Þar æfði hann með liðinu tvívegis og hefur nú fengið samningstilboð frá félaginu. Það er Handbolti.is sem greinir frá.

GE Wybrzeże Gdansk er í þriðja sæti pólsku úrvaldeildarinnar á eftir stórliðunum KS Iskra Kielce og Wisla Plock sem bæði leika í Meistaradeild Evrópu.

Þorvaldur sem er uppalinn í Val og hefur allan sinn feril leikið á Hlíðarenda æfði með liðinu um síðustu helgi. Honum hefur nú verið boðinn samningur hjá félaginu frá og með næsta sumri.

,,Það er ekkert leyndarmál að ég er búinn að fá tilboð frá þeim. Ég á líka eftir að tala við Val. Samningurinn minn við Val rennur út fyrir haustið. Ég er ekki búinn að taka neinu,“ sagði Þorvaldur við Handbolta.is.

Það verður fróðlegt að sjá hvort Þorvaldur taki tilboði pólska liðsins og gangi í raðir félagsins næsta sumar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top