Getur vel verið að Ísland fari í 7 á 6 gegn Ítalíu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn Guðjónsson (Sævar Jónasson)

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari íslenska landsliðsins vonast til að íslenska landsliðið verði tilbúið fyrir ýmislegt er liðið mætir óútreiknanlegu liði Ítalíu í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Kristianstad á morgun.

Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 17.00 á íslenskum tíma en búist er við 2500 íslenskum stuðningsmönnum í Kristianstad Arena.

Gera má ráð fyrir því að Ítalir undir stjórn Bob Hanning spili framliggjandi vörn, jafnvel alveg út á miðlínu og sæki sóknarmenn Íslands langt út á völl. Er íslenska liðið tilbúið fyrir slíkan varnarleik og verður plan B að fara í 7 á 6?

,,Þú færð að sjá það betur í leiknum. Þetta verður blanda af hinu og þessu. Við lentum í veseni með varnarleik Króata á síðasta stórmóti en það er erfitt að líkja þessum varnarleik við það. Það eru töluvert aðrar áherslur. Ég væri til í að við myndum geta leyst báðar útfærslur af varnarleik. Það er drauma uppleggið,” sagði Snorri Steinn í samtali við Handkastið nú rétt í þessu.

,,En það getur vel verið að við förum í 7 á 6. Þeir eru líka með samsetningar sem henta betur en aðrar sóknarlega og það gæti komið niður á þeim varnarlega. Það eru líka pælingar sem mun spila inní hjá okkur. Oft er það þannig þegar lið fara í svona aggressíva vörn að oft er það annað hvort eða. Annað hvort ertu spilaður sundur og saman eða sóknarleikurinn verður tilviljunarkenndur eða lélegur.”

,,Við þurfum að sjá til þess að svo verði ekki. En ég hugsa að við verðum að grípa til nokkra aðferða í leiknum. Það kæmi mér ekkert á óvart ef þeir hendi alskonar hlutum í andlitið á okkur,” sagði Snorri Steinn að lokum aðspurður út í varnarleik Ítala.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top