Framtíð Jicha með Kiel í óvissu
(CHRISTIAN CHARISIUS / dpa Picture-Alliance via AFP)

Filip Jicha (CHRISTIAN CHARISIUS / dpa Picture-Alliance via AFP)

THW Kiel hefur frestað samningsviðræðum við þjálfarann ​​Filip Jicha, sem er með samning til ársins 2026. Félagið mun ekki taka ákvörðun fyrr en eftir sumarfrí hvort það ætli sér að bjóða Tékkanum áframhaldandi samning, en Jicha er opinn fyrir framlengingu.

Tékkneska goðsögnin Filip Jicha hefur þjálfað hjá Kiel frá árinu 2019 en verið hluti af þjálfarateyminu frá árinu 2018. Hann var leikmaður hjá liðinu frá árunum 2007 til 2015 þar sem hann lék 238 leiki fyrir félagið.

Hins vegar er spurningin um framtíð þjálfarans hjá félaginu eftir tímabil með bæði upp- og niðursveiflum - þar sem félagið vann meðal annars DHB bikarinn, en missti af því að komast í Meistaradeildina, í einn eitt skiptið. Félagið endaði í 4.sæti Bundesligunnar sjö stigum á eftir Fuche Berlín sem stóðu uppi sem sigurvegarar.

Stjórn félagsins hefur nú kosið að fresta viðræðum um mögulega framlengingu á samningi við þjálfarann.

Að sögn stjórnarformannsins Marc Weinstock verður framlenging ekki rædd fyrr en eftir sumarfrí. „Nú er ekki rétti tíminn,“ segir hann við Kieler Nachrichten. Íþróttastjóri THW, Viktor Szilagyi, staðfestir að þeir ætli að hefja viðræður á ný fljótlega eftir stutta sumarfríið.

Jicha hefur sjálfur lýst yfir vilja sínum til að halda áfram ef félagið óskar þess. Hann leggur þó áherslu á að ákvörðunin verði einnig að vera tekin í samráði við fjölskylduna. Þetta er greint frá í Handball-World.

Undirbúningur fyrir komandi tímabil hefst 21. júlí hjá THW Kiel.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top