Atli Már Báruson (Valur handbolti)
Atli Már Báruson er kominn aftur heim á Hlíðarenda eftir átta ára útlegð en Atli Már lagði skóna á hilluna sumarið 2023 eftir sex tímabil hjá Haukum. Nú er Atli Már hinsvegar kominn aftur í raðir Vals og nú sem liðstjóri liðsins. Þetta tilkynnti Valur á samfélagsmiðlinum, Instagram í dag. Atli Már sem er uppalinn í Val er fæddur árið 1991 og varð Íslands- og bikarmeistari með Val tímabilið 2016/2017 áður en hann gekk í raðir Hauka. Nú hefur Ágúst Jóhannsson nýráðinn þjálfari Vals ákveðið að fá inn nýjan liðstjóra sem þekkir vel til á Hlíðarenda. Atli Már verður því sennilega mættur á varamannabekinn hjá Val í 1.umferð Olís-deildar karla þegar liðið heimsækir Stjörnuna í Garðabæinn í opnunarleik tímabilsins, miðvikudaginn 3.september.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.