Gunnar Kári lánaður frá FH
Selfoss handbolti)

Gunnar Kári Bragason (Selfoss handbolti)

Gunnar Kári Bragason hefur verið lánaður til síns uppeldisfélags, Selfoss frá FH. Þetta tilkynnir Selfoss á í fréttatilkynning sem það sendi frá sér í kvöld.

Gunnar Kári gekk í raðir FH fyrir síðustu leiktíð frá Selfossi en Selfoss lék í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð. Tækifæri Gunnars Kára sem er línumaður voru af skornum skammti með FH-liðinu á síðustu leiktíð.

Nú hafa FH-ingar bætt við sig nýjum línumanni frá Túnis og á sama tíma ákvað Ágúst Birgisson að halda áfram ferli sínum með og taka eitt ár í viðbót með FH í það minnsta.

Gunnar Kári er nú þegar byrjaður að æfa með Selfossi en hann er fyrsti leikmaðurinn sem nýliðar Selfoss sækja til sín í sumar.

,,Það er gleðiefni að fá þennan unga og efnilega Selfyssing í hópinn og það verður gaman að sjá Gunnar aftur á parketinu í vínrauðu treyjunni," segir í tilkynningunni frá Selfossi.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top