Ísland U19 (IHF)
Klukkan 11:45 hefst leikur Íslands og Egyptalands á HM U19 karla sem fram fer í Egyptalandi. Um er að ræða síðasta leik þjóðanna á mótinu en liðin eru að spila um 5.sætið. Ísland tapaði í 8-liða úrslitum gegn Danmörku með tveimur mörkum en unnu svo Ungverja með einu marki á föstudagskvöld. Þessar þjóðir mættust í lok júní á Opna Evrópumótinu í Gautaborg en þar hafði Ísland betur 23-22 en leiktíminn í þeim leik var 2x20 mínútur. Leikurinn er í beinni á Youtube-rás alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. Hægt er að horfa á leikinn í beinni hér:
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.