Aron Dagur fór í tvær aðgerðir í sumar
Kristinn Steinn Traustason)

Aron Dagur Pálsson (Kristinn Steinn Traustason)

Aron Dagur Pálsson leikmaður HK verður frá keppni næstu vikurnar og ljóst er að hann verður ekki með liðinu í upphafi tímabils en Olís-deild karla hefst í byrjun september. Aron Dagur gekk í raðir HK á miðju síðasta tímabili og framlengdi samningi sínum við félagið í sumar.

Hann verður hinsvegar ekki klár í slaginn þegar tímabilið hefst en hann er að jafna sig eftir tvær aðgerðir sem hann fór í, beint eftir síðustu leiktíð en HK fór í 8-liða úrslit Íslandsmótsins en tapaði gegn deildarmeisturum FH, 2-0.

,,Ég fór í tvær aðgerðir í apríl bæði á hné og öxl. Ég var búinn að vera glíma við "jumpers knee" síðustu tvö til þrjú ár og það var kominn tími til að láta laga það þar sem ég var farinn að eiga erfitt með að klára æfingaviku með miklu álagi," sagði Aron Dagur sem fór einnig í aðgerð á öxl.

,,Öxlin var líka búinn að vera slæm í nokkurn tíma þannig hún var hreinsuð og tekin í gegn. Það var gert ráð fyrir 6-8 mánuðum eftir hnéaðgerðina þannig það er aðallega hún sem heldur mér frá æfingum en ég vonast til að byrja að æfa með liðinu í október og svo stýrum við álaginu eftir að við sjáum hvernig hnéð tekur í handboltaæfingarnar."

HK mætir ÍBV í 1.umferð Olís-deildarinnar föstudaginn 5.september.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top