Breytingar í Evrópudeildinni – Þorsteinn Leó mætir í október
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þorsteinn Leó Gunnarsson (Kristinn Steinn Traustason)

Athygli vekur að á síðu Handknattleikssambands Evrópu, EHF hafa verið gerðar breytingar á leikjafyrirkomulagi Fram í Evrópudeildinni í vetur.

Í fyrstu drögum sem gefið var út átti Fram að taka á móti sigurvegurum úr einvígi Gorenje Velenje frá Slóveníu eða svissneska liðsins HC Kriens-Luzern. Liðin mætast í forkeppninni riðlakeppninnar og sigurvegarinn úr þvi einvígi kemst í riðlakeppnina.

Því hefur nú verið breytt og fær Fram samkvæmt nýju plani portúgalska félagið, Porto í heimsókn þriðjudaginn 14. október. Allir leikir riðlakeppni Evrópudeildarinnar fara fram á þriðjudögum frá 14.október til 2.desember.

Með Porto leikur íslenski landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson en félagið kom einnig til Íslands á síðustu leiktíð og lék gegn Val í Evrópudeildinni.

Aðdáendur Þorsteins Leó Gunnarssonar á Íslandi þurfa því að gera breytingar á sínu plani og þurfa að taka frá þriðjudagskvöldið 11.nóvember.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 15
Scroll to Top