Breytingar í Evrópudeildinni – Þorsteinn Leó mætir í október
Kristinn Steinn Traustason)

Þorsteinn Leó Gunnarsson (Kristinn Steinn Traustason)

Athygli vekur að á síðu Handknattleikssambands Evrópu, EHF hafa verið gerðar breytingar á leikjafyrirkomulagi Fram í Evrópudeildinni í vetur.

Í fyrstu drögum sem gefið var út átti Fram að taka á móti sigurvegurum úr einvígi Gorenje Velenje frá Slóveníu eða svissneska liðsins HC Kriens-Luzern. Liðin mætast í forkeppninni riðlakeppninnar og sigurvegarinn úr þvi einvígi kemst í riðlakeppnina.

Því hefur nú verið breytt og fær Fram samkvæmt nýju plani portúgalska félagið, Porto í heimsókn þriðjudaginn 14. október. Allir leikir riðlakeppni Evrópudeildarinnar fara fram á þriðjudögum frá 14.október til 2.desember.

Með Porto leikur íslenski landsliðsmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson en félagið kom einnig til Íslands á síðustu leiktíð og lék gegn Val í Evrópudeildinni.

Aðdáendur Þorsteins Leó Gunnarssonar á Íslandi þurfa því að gera breytingar á sínu plani og þurfa að taka frá þriðjudagskvöldið 11.nóvember.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top