Lék síðast árið 2014 en ætlar að taka slaginn í vetur
Eyjólfur Garðarsson)

Jóhann Gísli Jóhannsson (Eyjólfur Garðarsson)

Eftir að hafa ekki sést á handboltavellinum frá tímabilinu 2013/2014 í 1.deildinni með Gróttu er hann lék einungis þrjá leiki með þeim það tímabil ætlar Jóhann Gísli Jóhannsson að taka slaginn með uppeldisfélagi sínu, Gróttu í Grill66-deildinni í vetur.

Þetta staðfesti Davíð Örn Hlöðversson í samtali við Handkastið.

Jóhann Gísli verður er fæddur árið 1986 og verður því fertugur á næsta ári hefur verið að æfa með Gróttu liðinu síðustu vikur og stefnir á að spila með liðinu í vetur.

,,Hann mætti á nokkrar æfingar hjá okkur í fyrra og nú hefur hann komið meira inn í þetta og stefnir á að hjálpa uppeldisfélaginu sínu í vetur," sagði Davíð þjálfari Gróttu í samtali við Handkastið.

Jóhann Gísli lék árunum 2009 til 2010 í Grikklandi með liðinu Panellionios í Aþenu.

,,Hann hefur verið að stunda cross-fit undanfarin ár og er í mjög góðu líkamlegu standi og er til að mynda að fara hlaupa maraþon síðar í mánuðinum. Ég hef því litlar áhyggjur af líkamlegu standi hans en auðvitað tekur það alltaf sinn tíma fyrir menn að koma sér í þetta klassíska handboltaform," sagði Davíð.

Grótta féll úr Olís-deildinni á síðustu leiktíð og eru nú í fullum undirbúningi fyrir veturinn sem framundan er í Grill66-deildinni.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top