Birkir Fannar nýr markmannsþjálfari FH
FH handbolti)

Birkir Fannar Bragason (FH handbolti)

Birkir Fannar Bragason hefur verið ráðinn nýr markmannsþjálfari karlaliðs FH í Olís-deild karla. Birkir tekur við af Pálmari Péturssyni sem sinnt hefur starfinu síðastliðin ár en Pálmar óskaði eftir að stíga til hliðar vegna anna á öðrum vígstöðvum segir í tilkynningu sem FH sendi frá sér í gærkvöldi.

Birkir Fannar gekk til liðs við FH árið 2016 og hefur leikið vel á þriðja hundrað leikja fyrir félagið. Birkir lék með félaginu í fimm ár, eða til 2021 og samdi svo á ný við FH haustið 2023 en hann ákvað að leggja skóna á hilluna fyrr í sumar.

,,Þegar Pálmar sagðist vilja láta gott heita var það fyrsta verk okkar að leita til Birkis. Birkir er orðinn mikill FH-ingur og er gríðarlega reynslumikill markvörður en hann hélt utan um markmannsþjálfun yngri flokka FH fyrir nokkrum árum af mikilli fagmennsku."

,,Við bindum miklar vonir við hans störf en hann mun mynda öflugt teymi með Daníel Frey og Jóni Þórarni,” sagði Ágúst Bjarni Garðarsson formaður handknattleiksdeildar FH við undirskriftina.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top