Hafnarfjarðarmótið hefst í kvöld
(Eyjólfur Garðarsson)

Skarphéðinn Ívar Einarsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Hið árlega Hafnarfjarðarmót hefst í kvöld en þrjú lið taka þátt í mótinu að þessu sinni. Mótið fer fram í Kaplakrika en Hafnarfjarðarliðin, FH og Haukar hafa haldið í þá hefð að skiptast á að halda mótið.

Auk Hauka og FH taka nýliðar Þórs frá Akureyri þátt í mótinu. Opnunarleikur mótsins verður leikur FH og Hauka sem fram fer í Kaplakrika í kvöld klukkan 18:30. Mótið heldur síðan áfram á föstudagskvöld og lýkur með hádegisleik á laugardaginn.

Síðustu ár hafa fjögur lið tekið þátt í mótinu en í ár eru breytingar á og hefur liðum fækkað um eitt.

Hér má sjá leikjadagskrá mótsins:

18:30 FH - Haukar (Kaplakriki) - karla (Hafnarfjarðarmót)
19:00 Haukar - Þór (Kaplakriki) - karla (Hafnarfjarðarmót)
12:00 FH - Þór (Kaplakriki) - karla (Hafnarfjarðarmótið)

Allir leikir mótsins verða sýndir í beinni í Handboltapassanum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top