Haukar höfðu betur í Hafnarfjarðarslagnum
(Eyjólfur Garðarsson)

Adam skoraði fjögur í kvöld. ((Eyjólfur Garðarsson)

Hið árlega mót, Hafnarfjarðarmótið fór af stað með nágrannaslag FH og Hauka í Kaplakrika í kvöld. Þrjú lið taka þátt í mótinu en nýliðarnir í Olís-deild karla, Þór frá Akureyri er þriðja liðið í mótinu. Þeir koma suður á föstudag og leika gegn Haukum á föstudag og FH á laugardag.

Mikið jafnræði var með liðunum nær allan leikinn í kvöld en Haukar höfðu frumkvæðið í seinni hálfleik eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik 13-12.

Mikil spenna var undir lok leiksins en í stöðunni 26-25 fyrir Hauka fékk Jakob Martin Ásgeirsson tveggja mínútna brottvísun. Það nýttu Haukamenn sér vel, skoruðu tvö mörk á stuttum tíma og unnu að lokum þriggja marka sigur 29-26.

Markaskorun FH: Jón Bjarni Ólafsson 8, Bjarki Jóhannsson 4, Einar Örn Sindrason 4, Símon Michael Guðjónsson 4, Birkir Benediktsson 2, Ómar Darri Sigurgeirsson 2, Brynjar Narfi Arndal 1, Jakob Martin Ásgeirsson 1,

Markaskorun Hauka: Sigurður Snær Sigurjónsson 6, Adam Haukur Baumruk 4, Hergeir Grímsson 4, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Jón Ómar Gíslason 2, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Össur Haraldsson 2, Andri Fannar Elísson 2, Birkir Snær Steinsson 1, Egill Jónsson 1, Þráinn Orri Jónsson 1.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top