Sigurður Jefferson - Hjörtur Ingi Halldórsson (Egill Bjarni Friðjónsson)
Önnur umferð Ragnarsmótsins hjá körlunum fór fram í kvöld. Í fyrri leik kvöldsins áttust við Vestmannaeyingar og Víkingar. Leiknum lauk með 26-23 sigri Eyjamanna en þeir leiddu allan leikinn og var sigurinn þægilegur fyrir þá. ÍBV leiddi í hálfleik 15-10. Markaskorun ÍBV: Dagur Arnarson 5 mörk, Sigtryggur Daði Rúnarsson 4, Anton Frans Sigurðsson 3, Ívar Bessi Viðarsson 3, Daníel Þór Ingason 3, Nökkvi Snær Óðinsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Egill Oddgeir Stefánsson 1, Bogi Guðjónsson 1, Varin Skot: Petar Jokanovic 5 varin, Sigurmundur Gísli Unnarsson 3 varin Markaskorun Víkinga: Kristján Helgi Tómasson 5 mörk, Sigurður Páll Matthíasson 4, Ísak Óli Eggertsson 3, Halldór Ingi Óskarsson 2, Þorfinnur Máni Björnsson 2, Ásgeir Snær Vignisson 2, Stefán Scheving Th. Guðmundsson 1, Arnar Már Ásmundsson 1, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 1, Rytis Kazakevicius 1, Felix Már Kjartansson 1. Varin Skot: Daði Bergmann Gunnarsson 7 varin, Hilmar Már Ingason 3 varin, Stefán Huldar Stefánsson 4 varin. Í seinni leik kvöldins tóku heimamenn í Selfoss á móti HK. Selfyssingar fengu útreið í fyrstu umferð mótsins gegn Víking en gekk talsvert betur í kvöld. Lokatölur urðu 33-34 fyrir HK sem hafði frumkvæðið allan seinni háfleikinn. Staðan í hálfleik var 17-16 HK í vil. Markaskorun Selfoss: Haukur Páll Hallgrímsson 6 mörk, Hannes Höskuldsson 5, Hákon Garri Gestsson 4, Sölvi Svavarsson 3, Aron Leo Guðmundsson 3, Valdimar Örn Ingvarsson 3, Jason Dagur Þórisson 2, Alvaro Mallols Fernandez 2, Jónas Karl Gunnlaugsson 2, Gunnar Kári Bragason 2, Dagur Rafn Gíslason 1. Varin skot: Ísak Kristinn Jónsson 3 varin, Egill Eyvindur Þorsteinsson 3 varin Markaskorun HK: Sigurður Jefferson Guarino 8 mörk, Örn Alexandersson 7, Haukur Ingi Hauksson 6, Leó Snær Pétursson 6, Kristján Pétur Bárðason 3, Styrmir Hugi Sigurðarson 2, Bjarki Freyr Sindrason 1, Tómas Sigurðarson 1, Varin skot: Róbert Örn Karlsson 3 varin, Rökkvi Pacheco Steinunnarson 4 varin
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.