Óskar Þórarinsson (KA handbolti)
Akureyringurinn og KA-maðurinn, Óskar Þórarinsson gæti tekið fram skóna í vetur og spilað með HK um stundar sakir í það minnsta. Þetta herma heimildir Handkastsins en HK-ingar hafa verið í leit af nýjum markmanni til að hjálpa liðinu í þeirri markmannsveseni sem félagið er í. Samningur Óskars við KA rann út í sumar en hann kláraði ekki síðasta tímabil með félaginu og hefur lítið spilað með KA síðustu tímabil. Óskar er fluttur suður til að stunda nám og hefur Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari HK verið í virku samtali við Óskar samkvæmt heimildum Handkastsins. Óskar er fæddur árið 2006 og var hluti var gríðarlega efnilegum 2006 árgangi KA. Þá á hann einnig yngri landsleiki að baki. Það er ljóst að Jovan Kukobat markvörður HK á síðasta tímabili leikur ekki með HK fyrr en eftir áramót vegna meiðsla og þá ristarbrotnaði Brynjar Vignir Sigurjónsson í æfingaleik gegn Stjörnunni í síðustu viku og verður frá næstu vikur. Rökkvi Pacheco Steinunnarson sem lék með ÍR á síðustu leiktíð var í leikmannahópi HK í Ragnarsmótinu í jafntefli gegn ÍBV. Hann gæti einnig skipt yfir í HK.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.