Ánægður með að vinna titilinn
(Kristinn Steinn Traustason)

Hrannar Guðmundsson ((Kristinn Steinn Traustason)

Stjarnan vann Fram 29-28 í Meistarar meistarann í kvöld sem markar upphaf handboltatímabilsins á Íslandi. Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar var að vona kátur með sigur sinna manna í kvöld og að hafa tryggt sér fyrsta titil vetrarins. „Þegar það er titill í boði þá förum við alltaf í það til að vinna“.

Þessi leikur markar upphaf tímabilsins hjá handboltanum og var Hrannar ánægður að sjá liðið í alvöru leik „Það var gott að fá alvöru leik og sjá hvar liðið stendur eftir þessa æfingaleiki sem við höfum verið að spila.“

Stjarnan er á leið í leiki gegn Baia Mare í næstu viku, um laust sæti í Evrópudeildinni í vetur, og var þessi leikur ágætis stöðutjékk á hópnum fyrir það verkefni. „Það er margt sem má bæta varnar og sóknarlega eins og gefur að skila á þessu tíma árs en það var margt jákvætt í leik okkar og ég ánægðastur með sigurinn og bikarinn.“

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top