Hrannar Guðmundsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Stjarnan vann Fram 29-28 í Meistarar meistarann í kvöld sem markar upphaf handboltatímabilsins á Íslandi. Hrannar Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar var að vona kátur með sigur sinna manna í kvöld og að hafa tryggt sér fyrsta titil vetrarins. „Þegar það er titill í boði þá förum við alltaf í það til að vinna“. Þessi leikur markar upphaf tímabilsins hjá handboltanum og var Hrannar ánægður að sjá liðið í alvöru leik „Það var gott að fá alvöru leik og sjá hvar liðið stendur eftir þessa æfingaleiki sem við höfum verið að spila.“ Stjarnan er á leið í leiki gegn Baia Mare í næstu viku, um laust sæti í Evrópudeildinni í vetur, og var þessi leikur ágætis stöðutjékk á hópnum fyrir það verkefni. „Það er margt sem má bæta varnar og sóknarlega eins og gefur að skila á þessu tíma árs en það var margt jákvætt í leik okkar og ég ánægðastur með sigurinn og bikarinn.“
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.