Segir Fram vera reyna fá Viktor Sig
Baldur Þorgilsson)

Viktor Sigurðsson (Baldur Þorgilsson)

Í nýjasta þætti Handkastsins var farið yfir víðan veg og rætt það helsta sem hefur gerst í sumar í handboltanum. Þar á meðal var rætt kaup Vals á Degi Árna Heimissyni frá KA og þeirri breidd sem Ágúst Þór Jóhannsson nýráðinn þjálfari Vals hefur í sínum leikmannahópi.

Davíð Már Kristinsson var einn af gestum þáttarins og sagði hann Valsmenn vera með svakalegan hóp.

,,Þeir eru með ótrúlega marga góða rétthenta leikmenn fyrir utan. Mögulega eru þeir með einum of marga. Það er því spurning hvernig goggunarröðin er á þessum leikmönnum, Magga Óla, Degi Árna, Bjarna í Selvindi..." og þá greip þáttastjórnandinn, Styrmir Sigurðsson inní.

,,Viktori Sigurðssyni. Ég væri til í að sjá Viktor fara einhvert annað."

Davíð Már greip boltann á lofti.

,,Ég held að Valsmenn láni hann aldrei en það væri flott fyrir hann að fara eitthvað annað. Til dæmis heim í Breiðholtið í ÍR og fá að spila og hjálpa þeim."

Einar Ingi Hrafnsson sem einnig var gestur í þættinum segist hafa heyrt sögusagnir um það að Íslands- og bikarmeistarar Fram væru að reyna allt sem þeir geta til að fá Viktor til sín.

,,Slúðrið segir að þeir í Úlfarsárdalnum séu í virku samtali við Valsmenn um að fá hann á láni. Hann er með ákveðið element sem Reynir Þór skilur eftir sig ef hann færi þangað. Ég er sammála um að aðal spurningin hjá Val er þessi goggunarröð. Ég held að Gunnar Róbertsson sé framar í röðinni en menn héldu í maí," sagði Einar.

(Umræðan hefst eftir rúmlega 40:00 mínútur í þættinum)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top