HK og ÍBV sigurvegarar Ragnarsmótsins
Egill Bjarni Friðjónsson)

Birna Berg Haraldsdóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)

Ragnarsmótið á Selfossi lauk í dag með tveimur leikjum. Hjá körlunum mættust Selfoss og ÍBV þar sem Eyjamenn unnu tveggja marka sigur, 33-31. Sigurinn dugði hinsvegar ekki til að vinna mótið því HK endaði með betri markatölu en ÍBV. HK er því Ragnarsmótsmeistarar árið 2025 í karlaflokki.

HK og ÍBV enduðu bæði með fimm stig, Víkingur endaði með tvö stig og heimamenn í Selfossi enduðu stigalausir og neðstir.

Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 7, Alvaro Mallols Fernandez 4, Dagur Rafn Gíslason 3, Guðjón Óli Ósvaldsson 3, Haukur Páll Hallgrímsson 3, Jason Dagur Þórisson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Gunnar Kári Bragason 2, Hákon Garri Gestsson 2, Anton Breki Hjaltason 1, Sölvi Svavarsson 1.

Varin skot: Egill Eyvindur Þorsteinsson 3, Ísak Kristinn Jónsson 3.

Mörk ÍBV: Dagur Arnarsson 7, Elís Þór Aðalsteinsson 5, Anton Frans Sigurðsson 3, Daníel Þór Ingason 3, Jakob Ingi Stefánsson 3, Sigtryggur Daði Rúnarsson 3, Ívar Bessi Viðarsson 2, Kristófer Ísak Bárðarson 2, Andri Magnússon 1, Haukur Leó Magnússon 1, Hinrik Hugi Heiðarsson 1, Nökkvi Snær Óðinsson 1, Sveinn José Rivera 1.

Varin skot: Petar Jokanovic 6, Morgan Goði Garner 2.

Hjá konunum mættust sömu lið og í karla leiknum en ÍBV vann nokkuð sannfærandi ellefu marka sigur 33-22 eftir að hafa verið einungis tveimur mörkum yfir í hálfleik 15-13.

Um miðbik seinni hálfleik stigu Eyjastelpur á bensín gjöfina og gáfu ekkert eftir og uppskáru að lokum ellefu marka sigur. Sigurinn tryggði ÍBV sigur í Ragnarsmótinu.

ÍBV var með fullt hús stiga, Selfoss endaði í 2.sæti með fjögur stig, Afturelding endaði með tvö stig og Víkingur var stiga laust á mótinu.

Mörk Selfoss: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 6, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 2, Hulda Dís Þrastarsdóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Inga Sól Björnsdóttir 1, Eva Lind Tyrfingsdóttir 1.

Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 16, Sara Xiao Reykdal 1.

Mörk ÍBV: Birna Berg Haraldsdóttir 7, Sandra Erlingsdóttir 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 4, Ásta Björt Júlíusdóttir 4, Ásdís Halla Hjarðar 3, Britney Cots 3, Birna Dís Sigurðardóttir 2, Birna María Unnarsdóttir 2, Amelía Dís Einarsdóttir 2, Klara Káradóttir 1, Inda Marý Kristjánsdóttir 1.

Varin skot: Amalie Frøland 10, Ólöf Maren Bjarnadóttir 1.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top