Enn einn leikmaður KA bætist á meiðslalistann
Kristinn Steinn Traustason)

Daði Jónsson (Kristinn Steinn Traustason)

Meiðslalistinn hjá KA hélt áfram að lengjast er liðið kom suður á föstudag og lék æfingaleik gegn Aftureldingu að Varmá. KA vann leikinn 38-33 en leikmaður KA, Daði Jónsson þurfti að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið skurð.

Andri Snær Stefánsson þjálfari KA gerði ekki ráð fyrir því að Daði yrði lengi frá en Daði fékk risa skurð í andlitið og sauma þurfti sex spor að sögn Andra í samtali við Handkastið.

KA var með planaðan æfingaleik gegn Gróttu í gær en þeir höfðu aflýst honum sökum manneklu og treystu sér ekki í tvo æfingaleiki á tveimur dögum með þann mannskap sem þeir höfðu.

Tæpar tvær vikur eru í fyrsta leik KA í Olís-deildinni en sjö leikmenn voru á meiðslalistanum fyrir leikinn gegn Aftureldingu hjá KA. KA heimsækir nýliða Selfoss í 1.umferð Olís-deildarinnar laugardaginn 6.september.

Hægt er að lesa meira um meiðslalista KA hér.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top