Bergur Bjartmarsson ((Þorgils Garðar Gunnþórsson)
Fjölnir sem leikur í Grill66-deildinni á nýjan leik eftir eins árs veru í Olís-deildinni á síðustu leiktíð leita logandi ljósi að markmanni fyrir komandi tímabil. Þetta staðfesti Guðmundur Rúnar Guðmundsson þjálfari Fjölnis í samtali við Handkastið en Guðmundur var aðstoðarþjálfari liðsins á síðustu leiktíð en tók við liðinu í sumar af Gunnari Steini Jónssyni sem flutti erlendis. Á síðustu leiktíð voru Fjölnir með fjóra markverði en nú hafa tveir þeirra yfirgefið félagið. Sigurður Ingiberg Ólafsson hætti með liðinu á miðju síðasta tímabili vegna persónulegrar ástæðna og þá hefur Guðmundur Helgi Imsland flutt norður vegna náms og gekk á dögunum í raðir KA. ,,Við höfum verið að leita af markmanni til að vera í markmannsteyminu okkar," sagði Guðmundur í samtali við Handkastið en Bergur Bjartmarsson er enn samningsbundinn Fjölni. Bergur lék meira og minna allt síðasta tímabil í marki Fjölnis. Fjölnir mætir Selfossi 2 í 1.umferð Grill66-deildarinnar laugardaginn 6.september.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.