Aron Rafn spilar að öllum líkindum með Haukum
Kristinn Steinn Traustason)

Aron Rafn Eðvarðsson (Kristinn Steinn Traustason)

Aron Rafn Eðvarðsson mun að öllum líkindum spila með Haukum í Olís-deild karla í vetur þrátt fyrir að hafa tilkynnt að hann hafi lagt skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Vilius Rasimas markvarðar Hauka sem fór í aðgerð á hné fyrr í sumar en ekkert verðist ganga í endurhæfingu hans.

Gunnar Magnússon þjálfari Hauka staðfesti í samtali við Handkastið í síðustu viku að möguleiki væri á því að samningi Rasimas yrði rift við félagið vegna meiðsla vandræða leikmannsins.

Aron Rafn Eðvarðsson staðfesti í samtali við Handkastið í gær að hann væri byrjaður að æfa með Haukum og væri búinn að skrifa undir leikmannasamning sem gerir hann löglegan til að leika með Haukum í vetur.

,,Hversu stóru hlutverki ég verð í vetur verður að koma í ljós. Ég verð allavegana til taks og síðan þarf þjálfarateymið að ákveða hversu mikið þeir vilja nýta mig," sagði Aron Rafn í samtali við Handkastið.

,,Eftir að það kom upp að Rasimas yrði lengur frá en við var búist þá fór samtalið af stað. Ég átti í erfiðleikum með að segja nei við mitt uppeldisfélag. Það eru hinsvegar tveir aðrir ungir og efnilegir markverðir til staðar hjá félaginu svo ég get ekki sagt til um það hversu stóru hlutverki ég verð í, í vetur."

Aron vildi ekkert gefa upp um það hvort hann yrði í leikmannahópi Hauka gegn Aftureldingu í kvöld á heimavelli í 1.umferð Olís-deildar karla. Aron sagðist vera búinn að mæta á þrjár æfingar og vissi hreinilega ekki hvort hann yrði valinn í hópinn eða ekki.

Leikur Hauka og Aftureldingar verður í beinni útsendingu í Handboltapassanum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top