Bikarmeistarnir höfðu betur gegn Íslands- og deildarmeisturunum
Eyjólfur Garðarsson)

Sara Sif Helgadóttir (Eyjólfur Garðarsson)

Haukar unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Val í 2.umferð Olís-deildar kvenna í dag, 24-21 á útivelli eftir að hafa tapað gegn ÍR í 1.umferðinni.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir fór á kostum í liði Hauka með 12 mörk og Sara Sif Helgadóttir var betri en engin í markinu með 15 varða bolta, 41% markvörslu. Rakel Oddný sýndi afhverju hún var valin í landsliðið á dögunum og skoraði fimm mörk úr sex skotum.

Hjá Val var Lovísa Thompson allt í öllu í sóknarleik Vals með sex mörk úr ellefu tilraunum en Hafdís Renödóttir var með ellefu varða bolta í markinu hjá Val, eða 31% markvörslu.

Haukar höfðu mikla yfirburði í leiknum og komust snemma nokkrum mörkum yfir og ekkert gekk sóknarlega í liði Vals. Lausnirnir voru af skornum skammti og hélt Lovísa Thompson Valsliðinu á floti með mörkum af eigin frumkvæði í fyrri hálfleik.

Mest náði Haukar sjö marka forystu í leiknum í stöðunni 21-14 þegar um 13 mínútur voru eftir. Já þið lásuð rett - Valur skoraði 14 mörk á árúmlega 47 mínútum leiksins.

Fyrsta tap Antons Rúnarssonar þjálfara Vals staðreynd strax í 2.umferð en liðið vann Hauka fyrir tveimur helgum síðan sannfærandi í Meistarakeppni HSÍ.

Markaskorun Vals: Lovísa Thompson 6 mörk, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 5, Mariam Eradze 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1.

Markvarsla Vals: Hafdís Renötudóttir 11 varðir.

Markaskorun Hauka: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 12 mörk, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 5, Alexandra Líf Arnarsdóttir 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Embla Steindórsdóttir 1, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 1.

Markvarsla Hauka: Sara Sif Helgadóttir 15 varðir.

Úrslit 2.umferðar:
Valur - Haukar 21-24
Fram - Selfoss 40-31
Stjarnan - ÍR 26-32
KA/Þór - ÍBV 30-25

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top