Adam Haukur ekki með í kvöld
Kristinn Steinn Traustason)

Erlendur Guðmundsson - Adam Haukur Baumruk (Kristinn Steinn Traustason)

Adam Haukur Baumruk leikmaður Hauka verður ekki með liðinu í leik kvöldsins gegn ÍR í 3.umferð Olís-deildar karla. Þetta staðfesti Gunnar Magnússon í samtali við Handkastið.

Adam Haukur lék með liðinu í 1.umferðinni gegn Aftureldingu en var ekki með Haukum í síðustu umferð gegn KA.

,,Adam meiddist á kálfa í leiknum á móti Aftureldingu og hefur verið frá síðan þá. Ég vonast til að hann komi fljótlega aftur til baka," sagði Gunnar í samtali við Handkastið.

Jón Karl Einarsson og Brynjólfur Snær Brynjólfsson hafa einnig verið á meiðslalistanum hjá Haukum.

3.umferðin í Olís-deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum.

Leikir kvöldsins:

18:30 Haukar - ÍR (Handboltapassinn)
19:00 Afturelding - KA (Handboltapassinn)
19:30 FH - ÍBV (Í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans)

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top