Olís Karla – Afturelding með fullt hús
Raggi Óla)

Aron Rafn Eðvarðsson - Össur Haraldsson (Eyjólfur Garðarsson)

Þrír leikir fóru fram í 3.umferð Olís deildar karla í kvöld. Hér að neðan er hægt að sjá úrslit og markaskorara leikjanna í kvöld.

Umferðin klárast svo á morgun þegar þrír leikir fara fram.

Úrslit kvöldsins:

Afturelding - KA 36-27

Afturelding tóku á móti KA í kvöld í fyrsta heimaleik sínum í Mosfellsbænum. Afturelding fór með öruggan sigur af hólmi 36-27 og sitja á toppi deildinnar með fullt hús stiga.

Mosfellingar höfðu frumkvæðið í leiknum frá fyrstu mínútu og voru með 7 marka forskot í hálfleik 18-11. Þeir héldu uppteknum ætti í síðari hálfleik og unnu að lokum 9 marka sigur 36-27.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður KA náði sér ekki á strik í kvöld líkt og í fyrstu tveim leikjum tímabilsins og það munaði um munna fyrir Akureyringa.

Afturelding hefur litið gífurlega vel út í byrjun tímabilsins undir stjórn Stefáns Árnasonar sem er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari þeirra og sitja þeir eins og fyrr segir á toppi Olís deildinnar með fullt hús stiga.

Markaskorun Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 8 mörk, Ihor Kopyshynskyi 5, Oscar Lykke 5, Kristján Ottó Hjálmsson 5, Ágúst Ingi Óskarsson 4, Harri Halldórsson 3, Sveinur Olafsson 2, Brynjar Búi Davíðsson 1, Ævar Smári Gunnarsson 1, Haukur Guðmundsson 1, Stefán Magni Hjartarson 1.

Markvarsla Aftureldingar: Sigurjón Bragi Atlason 8 varin, Einar Baldvin Baldvinsson 6 varin.

Markaskorun KA: Morten Linder 7 mörk, Einar Birgir Stefánsson 5, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3, Logi Gautason 3, Jens Bragi Bergþórsson 2, Giorgi Arvelodi 2, Magnús Dagur Jónatansson 2, Aron Daði Stefánsson 2, Jóhann Geir Sævarsson 1.

Markvarsla KA: Bruno Bernat 9 varin, Guðmundur Helgi Imsland 1 varið.

Haukar – ÍR 44-28

Fyrsti leikurinn í 3.umferðinni fór fram í kvöld á Ásvöllum þegar heimamenn í Haukum tóku á móti ÍR. Skemmst er frá því að segja að ÍR-ingar sáu aldrei til sólar í leiknum og unnu heimamenn í Haukum öruggan sigur 44-28.

Örlítið jafnræði var með liðinum í fyrri hálfleik en Haukar voru þó komnir í 4 marka forystu í hálfleik og leiddu 20-16. Þegar líða tók á síðari hálfleik bættu þeir hægt og rólega í forskotið og tryggðu sér að lokum öruggan 16 marka sigur.

Þetta er annar sigur Hauka á tímabilinu en ÍR eiga ennþá eftir að vinna leik en náðu þó í stig með því að gera jafntefli við Selfoss í síðustu umferð.

Markaskorun Hauka: Össur Haraldsson 9 mörk, Freyr Aronsson 8, Birkir Snær Steinsson 7, Hergeir Grímsson 4, Jón Ómar Gíslason 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Andri Fannar Elísson 2, Sigurður Snær SIgurjónsson 2, Þráinn Orri Jónsson 2, Ólafur Ægir Ólafsson 1, Ásgeir Bragi Bryde Þórðarson 1, Egill Jónsson 1, Magnús Gunnar Karlsson 1.

Markvarsla Hauka: Aron Rafn Eðvarðsson 12 varin, Magnús Gunnar Karlsson 4 varin.

Markaskorun ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 10 mörk, Bernard Kristján Owusu Darkoh 5, Sveinn Brynjar Agnarsson 4 mörk, Róbert Snær Övarsson 4, Jökull Blöndal Björnsson 2, Patrekur Smári Arnarsson 1, Eyþór Ari Waage 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1.

Markvarsla ÍR: Ólafur Rafn Gíslason 8 varin, Alexander Ásgrímsson 5 varin,

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top