Verið að sækja mann sem kann að vinna titla
Egill Bjarni Friðjónsson)

Össur Haraldsson (Egill Bjarni Friðjónsson)

Össur Haraldsson leikmaður Hauka var markahæstur liðsins með níu mörk í 44-28 sigri liðsins á ÍR í 3.umferð Olís-deildarinnar í kvöld.

Össur var sáttur með leik liðsins í kvöld og sagði liðið hafa verið vel undirbúið fyrir leikinn.

,,Við áttum í erfiðleikum með að stöðva Bjarna og Bernard en sóknarlega vorum við upp á tíu í fyrri hálfleik. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir því,” sagði Össur.

Hann var spurður út í innkomu Gunnars Magnússonar inn í liðið en hann tók við liðinu af Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í sumar.

,,Miðað við það sem ég hef upplifað þá hefur hann þjálfað í mörg ár og hefur komið alstaðar að og hefur unnið marga leiki og titla. Það er það sem við í Haukum stöndum fyrir og það er svolítið verið að sækja mann sem kann að vinna titla.”

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top