Aron Rafn Eðvarðsson (Kristinn Steinn Traustason)
Það kom mörgum á óvart þegar Aron Rafn Eðvarðsson var mættur á skýrslu hjá Haukum í fyrsta leik vetarsins eftir að hafa tilkynnt í fyrra að hann væri hættur að spila handbolta. Aron Rafn sagði í samtali við Handkastið að hann hefði stigið inn í þetta verkefni óvænt eftir að Vilius Rasimas hafi ekki náð að jafna sig eftir meiðslin sem hann varð fyrir og síðan í framhaldi rift samningi við Hauka. ,,Þá stöndum við uppi með að vera með tvo unga og efnilega markmenn sem vantar kannski smá reynslu til að standa þarna einir og lítið í boði á markaðnum til að versla" segir Aron Rafn og nefnir að það hafi verið einföld lausn að snúa sér strax að honum. ,,Ég tók mér nokkra daga til að hugsa málið og athuga hvort skrokkurinn væri í lagi því ég var ekki búinn að hreyfa mig, fyrir utan nokkra golfhringi í sumar, síðan við duttum út gegn Fram 17.apríl" Aron Rafn náði fjórum æfingum áður en hann var mættur í rammanum gegn Aftureldingu í fyrsta leik vetrarins. Haukarnir skoðuðu markaðinn og hvort það væri hægt að fá nýjan markmann inn í hópinn en þegar það var ljóst að það myndi ekki ganga ákvað Aron Rafn að klára tímabilið með Haukum ,,ég ætla að taka tímabilið, það er ekkert að fá og ég næ vonandi að koma mér í almennilegt standa þegar þetta fer að skipta máli" Aron Rafn segir skrokkinn vera í ágætu standi og hann finni mun dag frá degi en það þetta reyni líka á hausinn ,,ég var hættur og var mjög ánægður með þá ákvörðun svo ég er að sannfæra sjálfan mig um að vera mættur aftur."
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.