Haukar unnu meiðslahrjáða Frammara
(Eyjólfur Garðarsson)

Skarphéðinn Ívar Einarsson ((Eyjólfur Garðarsson)

Stórleikur 4.umferðar fór fram í Úlfarsárdalnum í kvöld þegar sem Frammarar tóku á móti Haukum. Bæði lið voru með 4 stig eftir fyrstu 3 umferðirnar fyrir leik kvöldsins.

Fram komu særðir til leiks í kvöld en mikil skörð hafa verið hoggin í leikmannahóp þeirra en auka Marel Baldvinssonar sem sleit krossband í síðustu viku þá var Rúnar Kárason einnig uppi í stúku vegna meiðsla.

Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn en höfðu Fram nánast alltaf frumkvæðið og komumst mest tveimur mörkum yfir og leiddu 14-12 í hálfleik.

Haukar komu sterkir út í síðari hálfleik og náðu að jafna leikinn strax í 15-15.  Jafnt var á öllum tölum þangað til í 22-22 en þá skoruðu Haukar 3 mörk í röð og lögðu grunninn að þessum sigri. Aron Rafn markmaður Hauka fór í gang í síðari hálfleik og dró tennurnar úr Frömmurum og 5 marka sigur Hauka staðreynd 27-32.

Þrátt fyrir mikil forfoll hjá Fram þá voru gleðitíðindi á vellinum í kvöld því Darri Aronsson leikmaður Hauka mætti aftur á parketið eftir þrálát meiðsli undanfarin ár sem hafa haldið honum frá handboltaiðkun.

Haukaliðið í þessum ham sem þeir voru í síðari hálfleik í kvöld vera illviðráðanlegir og þá sérstaklega ef Skarphéðinn Ívar Einarsson ætlar að spila eins og hann gerði í kvöld en hann skoraði 8 mörk í öllum regnbogans litum.

Markaskorun Fram: Dánjal Ragnarsson 7 mörk, Ívar Logi Styrmisson 6, Kjartan Þór Júlíusson 4, Lúðvík Thorberg B Arnkelsson 4, Dagur Fannar Möller 3, Max Emil Stenlund 1, Erlendur Guðmundsson 1, Arnar Snær Magnússon 1.

Markvarsla Fram: Breki Hrafn Árnason 6 varin, Arnór Máni Daðason 3 varin.

Markaskorun Hauka: Skarphéðinn Ívar Einarsson 8 mörk, Freyr Aronsson 6, Birkir Snær Steinsson 5, Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Jón Ómar Gíslason 2, Hergeir Grímsson 2, Andri Fannar Baldursson 2, Þráinn Orri Jónsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1.

Markvarsla Hauka: Aron Rafn Eðvarðsson 15 varin.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top