Mikill kraftur og mikill andi fylgdi innkomu Darra
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Darri Aronsson (Haukar topphandbolti)

Darri Aronsson lék sinn fyrsta leik í 1234 daga þegar hann kom inná í vörn Hauka í sigri liðsins á Fram í 4.umferð Olís-deildarinnar í gærkvöldi.

Gunnar Magnússon þjálfari Hauka var spurður út í innkomu Darra og mikilvægi þess að fá hann í liðið í viðtali við Handkastið eftir leik.

,,Hann hefur verið hjá okkur í tvo mánuði og er að trappa sig upp. Hann hefur gert það núna á æfingum og gerir það líka í leikjum."

,,Hann mun vonandi hjálpa okkur áfram í næstu leikjum en þetta er þolinmæðis verk að koma honum í fullt stand. Við tökum þetta skref fyrir skref og vonum auðvitað að þetta gangi vel," sagði Gunnar sem segir mikilvægi þess að fá hann í vörnina mikið.

,,Það munaði mikið að fá hann inn í vörnina og það kom mikill kraftur og mikill andi með honum í seinni hálfleik," sagði Gunnar en Darri átti flotta innkomu og var innkoma hans hluti af því að Haukar sneru við taflinu og unnu að lokum mikilvægan sigur.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top