Einar Jónsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Stórleikur Fram og Hauka fór fram í gær sem lauk með 27-32 sigri Hauka eftir jafnan og spennandi leik framan af. Handkastið ræddi það í þætti sínum í morgun hvort ristarspyrna Einar Jónssonar þjálfara Fram hafi reyndst vendipunktur í leiknum. Í stöðunni 24-26 og 7 mínútur eftir af leiknum þá ver Breki Hrafn Árnason víti frá Frey Aronssyni. Varnarmenn Fram voru sofandi og náði ekki frákastinu sem hafnaði beint á vinstri fæti Einars sem svoleiðis hamraði boltanum aftur inn á völlinn í miklum pirring. Andri Berg var á því að þetta sparkið hafi ekki verið gott en greip þá Stymmi fram í fyrir honum og sagði að sparkið hefði verið virkilega fallegt en Andri hélt þá áfram og sagði ákvörðunartökuna ekki hafa verið góða á þessum tímapunkti. ,,Hann var búinn að fá gult spjald stuttu áður þar sem þeir misstu boltann og ég veit ekki hvað hann var að hugsa með þessu sparki ef hann var að hugsa eitthvað en þetta fór kannski endanlega með leikinn" sagði Andri Berg um atvikið. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.