Rut Jónsdóttir ((Kristinn Steinn Traustason)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikmaður Hauka leikur ekki meira með liði Hauka á tímabilinu en það tilkynnti Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka í viðtalið við Símann nú rétt í þessu. Rut gengur með barn undir belti og hefur því leikið sinn síðasta leik á tímabilinu Rut er því ekki í leikmannahópi Hauka gegn Fram í dag í 3.umferð Olís-deildarinnar. Rut gengur með sitt þriðja barn með handboltamanninum Ólafi Gústafssyni. Rut er fædd árið 1990 og varð 35 ára fyrr á þessu ári. Handkastið óskar Rut og Ólafi til hamingju.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.