Rut Arnfjörð Jónsdóttir ekki meira með Haukum á tímabilinu
(Kristinn Steinn Traustason)

Rut Jónsdóttir ((Kristinn Steinn Traustason)

Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikmaður Hauka leikur ekki meira með liði Hauka á tímabilinu en það tilkynnti Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka í viðtalið við Símann nú rétt í þessu.

Rut gengur með barn undir belti og hefur því leikið sinn síðasta leik á tímabilinu Rut er því ekki í leikmannahópi Hauka gegn Fram í dag í 3.umferð Olís-deildarinnar.

Rut gengur með sitt þriðja barn með handboltamanninum Ólafi Gústafssyni. Rut er fædd árið 1990 og varð 35 ára fyrr á þessu ári.

Handkastið óskar Rut og Ólafi til hamingju.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top