Samgleðjumst henni þó þetta sé leiðinlegt fyrir liðið
Haukar)

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir (Haukar)

Haukar og Fram áttust við í stórleik 3.umferðar Olís-deildar kvenna í dag á Ásvöllum. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var hetja Hauka í leiknum en hún jafnaði metin nokkrum sekúndum fyrir leikslok.

Fram var með undirtökin allan seinni hálfleikinn og var tveimur mörkum yfir þegar rúmlega mínúta var eftir af leiknum en Haukar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var í viðtali við Árna Stefán Guðjónsson í Sjónvarpi Símans strax að leik loknum en leikurinn var sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans.

,,Maður er alveg þakklátur fyrir þetta stig sem við fengum úr því sem komið var,” sagði Jóhanna sem var spurð út í lokasókn Hauka.

,,Ég sá að það kom engin út í mig svo ég fór bara upp í loftið og skaut. Þetta var nú ekki beint uppleggið en þetta gekk vel.”

Jóhanna segist lítast vel á framhaldið á tímabilinu en hún gekk í raðir Hauka í sumar eftir veru sína í Svíþjóð. Jóhanna Margrét var markahæst í liði Hauka í leiknum með níu mörk.

,,Við þurfum að halda áfram að byggja upp okkar leik. Mér finnst við ekki sýna nægilega góðan leik svo það er nóg sem við þurfum að æfa og bæta í okkar leik.”

Það var tilkynnt fyrir leik að Rut Arnfjörð Jónsdóttir leikur ekki meira með Haukaliðinu á tímabilinu þar sem hún ber barn undir belti. Jóhanna var spurð út í þær fréttir.

,,Við erum með góða leikmenn sem geta leist hana af. Það er ótrúlega leiðinlegt að missa svona reynsluríkan og góðan leikmann eins og Rut en það verður gott að hafa hana á hliðarlínunni en auðvitað samgleðjumst við henni þó þetta sé leiðinlegt fyrir liðið," sagði Jóhanna Margrét að lokum í viðtali við Árna Stefán Guðjónsson.

Sage By Saga Sif styður kvennaumfjöllun Handkastsins - Kóðinn: handkastid veitir 15% afslátt í vefverslun Sage By Saga Sif.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top