Sara Sif Helgadóttir (Eyjólfur Garðarsson)
Stórleik Hauka og Fram í 3.umferðar í Olís deild kvenna var að ljúka rétt í þessu með 27-27 jafntefli. Jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og var hraðinn gífurlegur hjá báðum liðum sem keyrðu hraðaupphlaup og hraðar miðju í gríð og erg. Liðin skiptust á að hafa frumkvæðið og var staðan í hálfleik 13-13 eftir að Sara Sif Helgadóttir hafði farið á kostum í fyrri hálfleik og varið 10 skot. Það sama var upp á teningnum í síðari hálfleik en Fram hafði þó frumkvæðið á lokamínútunum og virtust þær ætla að sigla sigrinum heim. Haukar náðu þó að vinna boltann þegar 20 sekúndur voru eftir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir jafnaði leikinn þegar 3 sekúndur voru eftir og þar við sat. Framstelpur eru eflaust svekktar að fara heim með einungis eitt stig en hefðu eflaust þegið það fyrir leik. Markaskorun Hauka: Jóhanna Margrét Sigurðardóttir 9 mörk, Embla Steindórsdóttir 7, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 4, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1. Markvarsla Hauka: Sara Sif Helgadóttir 15 varin. Markaskorun Fram: Harpa María Friðgeirsdóttir 6 mörk, Kartín Anna Ásmundsdóttir 5, Valgerður Arnalds 4, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 3, Hulda Dagsdóttir 3, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 1, Sóldís Rós Ragnarsdtóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Hildur Lilja Jónsdóttir 1. Markavarsla Fram: Ethel Gyða Bjarnasen 11 varin, Arna Sif Jónsdóttir 2 varin.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.