Darri Aronsson ((Bára Dröfn Kristinsdóttir)
Það voru sannkölluð gleðitíðindi fyrir Haukamenn og annað handboltaáhugafólk þegar Darri Aronsson kom aftur inn á völlinn í 27-32 sigri Hauka á Fram. Darri hafði verið frá handboltavellinum í 1.234 daga eftir að hafa glímt við þrálát meiðsli undanfarin 4 ár. ,,Þvílíkt orka og gleði sem fylgdi innkomu hans" sagði Arnar Daði þáttarstjórnandi Handkastsins þegar Darri var ræddur í þættinum. "Þetta var eins og þegar beljunum er hleypt út á vorin" fylgdi Stymmi eftir. Strákarnir héldu svo áfram að og Andri Berg sagði að þetta væri akkurat sem Haukunum hefði vantað þó það væri ekki nema 10 mínútur í leik. "Við erum búnir að tala um það lengi hvað Haukar hafa verið flatir, hann kemur inná, fagnar öllu og nær hinum með sér upp og naut þess greinilega að vera kominn aftur á völlinn. Þetta gæti verið púslið sem Haukum vantar til að taka þetta áfram" Arnar Daði bætti því við að það væru engu líkara en Guð væri mættur inn á völlinn "Skarphéðinn fór að brosa, Ólafur Ægir fór að knúsa menn það var eins og menn hefðu verið frelsaðir" Það er spurning hvort innkoma Darra sé svarið við vandamálum Haukana þetta tímabilið.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.