wHaukarHaukar (Eyjólfur Garðarsson)
Díana Guðjónsdóttir einn af tveimur þjálfurum kvennaliðs Hauka í Olís-deild kvenna gat fagnað með sínu liði eftir sigur á erfiðum útivelli í 5.umferð Olís-deildarinnar í kvöld þegar liðið heimsótti topplið KA/Þórs. KA/Þór var með undirtökin í leiknum lengst af en Haukar sneru taflinu við og unnu að lokum fjögurra marka sigur 27-23 og var þar með fyrsta liðið til að vinna nýliða KA/Þórs á tímabilinu. Viðtalið við Díönu má sjá í heild sinni hér að neðan.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.