Sara Odden (Eyjólfur Garðarsson)
Dregið var í 32-liða úrslit Evrópubikars kvenna í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins í Vín í Austurríki í morgun. Í pottinum voru bikarmeistarar Hauka en Selfoss féll úr leik í Evrópubikarnum um helgina eftir að hafa tapað samanlagt gegn gríska liðinu AEK Aþenu. Haukar sátu hjá í fyrstu umferð og koma inn í keppnina í annarri umferð. Haukar drógust gegn spænska liðinu Costa del Sol Málaga. Spænska liðið mætti Val í sömu keppni á síðasta tímabili þar sem Valur sló liðið út í 16-liða úrslitum. Fyrri leikur Vals og Málaga endaði með jafntefli á Spáni en Valsliðið hafði síðan betur á heimavelli 31-26. Valur urðu í kjölfarið Evrópubikarmeistarar. Málaga er með sex stigu að loknum fjórum umferðum á Spáni en liðið sló út Dudelange frá Lúxembúrg í 1.umferðinni samanlagt 79-25. Málaga enduðu í 2.sæti spænsku deildarinnar á síðustu leiktíð tveimur stigum á eftir Guardes. AEK Aþena sem sló út Selfoss í 1.umferðinni mætir Bursa Büyüksehir frá Tyrklandi í 2.umferðinni. Drátturinn í heild sinni:
Costa del Sol Málaga - Haukar
Slovan Duslo Sala – Zork Bor
Erice – Kaerjeng
Quintus – Iuventa Michalovce
Westfriesland – Mlinotest Ajdovscina
Jomi Salerno – Energa Start Elblag
Atticgo Elche – Gjorche Petrov
Bursa Büyüksehir - AEK Aþena
Madx Wat Atzgersdorf – PAOK
ZRK Split – Metalurg Avtokomanda
Union Korneuburg – Hazena Kynzvart
Gminy Kobierzyce – Sao Pedro do Sul
Madeira – Istogu
Cascada Garliava – Cabooter Fortes Venlo
Byala - Balonmán Atlético Guardes
Replasa Beti-Onak – Yellow Winterthur
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.