Skarphéðinn Ívar Einarsson (Eyjólfur Garðarsson)
Það fór fram ótrúlegur leikur á Ásvöllum í gærkvöldi þegar Haukar og Valur áttust við í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins. Leikurinn endaði með jafntefli eftir háspennu á lokamínútum leiksins. Ein og meiri segja tvær framlengingar dugði ekki til, til að skera úr um sigurvegara í leiknum og því þurfti að fara í vítakastkeppni. Hér að neðan má sjá vítakastkeppnina í heild sinni en leikurinn var sýndur í beinni á RÚV 2 þar sem Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Vignir Stefánsson lýstu því sem fram fór.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.