KA sótti sigur í Úlfarsárdalinn
Egill Bjarni Friðjónsson)

Bjarni Ófeigur frábær í kvöld (Egill Bjarni Friðjónsson)

KA kom í heimsókn í Reykjavík í kvöld og mætti Íslandsmeisturum Fram á heimavelli þeirra í Úlfarsárdalinn. Fyrir leik voru KA menn með sex stig á meðan Fram voru með fjögur stig.

KA menn voru gríðarlega öflugir í fyrri hálfleik og voru sex mörkum yfir í hálfleik, 13-19. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn niður og jafna leikinn en á endanum voru KA menn of sterkir fyrir Fram og sóttu frábæran útisigur, lokastaðan 28-32.

KA tyllir sér í þriðja sæti deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá efsta sæti deildarinnar. Frábær byrjun hjá liðinu og nýjum þjálfara liðsins. Bruno Bernat átti fínan leik í marki liðsins með 33,3% markvörslu en besti maðurinn vallarins var Bjarni Ófeigur Valdimarsson en hann skoraði tólf mörk úr fimmtán skotum.

Hjá Fram var Arnór Máni Daðason fínn í markinu með 32,3% markvörslu og markahæstir í liðinu voru nýi "gamli" maðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson sem er aftur kominn heim í Fram og Rúnar Kárason en báðir skoruðu fimm mörk.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top