Aron Rafn var ekki með gegn ÍBV – Er í golfferð
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Aron Rafn Eðvarðsson - Össur Haraldsson (Eyjólfur Garðarsson)

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka var ekki í leikmannahópi liðsins í tíu marka sigri gegn ÍBV í lokaleik 6.umferðar Olís-deildar karla á sunnudaginn. 

Haukar unnu leikinn 39-29 og eru jafnir Aftureldingu í 1. og 2. sæti deildarinnar.

Aron Rafn sem var búinn að leggja skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð tók skóna af hillunni rétt fyrir tímabilið og hefur leikið með Haukum að undanförnu.

Hann var hinsvegar búinn að bóka sér í golfferð í sumar á þessum árstíma og það var því vitað fyrir tímabilið að Aron Rafn myndi missa af leiknum gegn ÍBV.

Haukar mæta Stjörnunni í 7.umferð Olís-deildarinnar á heimavelli næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 19:30.

Óvíst er hvort Aron Rafn verði kominn heim fyrir þann leik.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 29
Scroll to Top