Aron Rafn var ekki með gegn ÍBV – Er í golfferð
Eyjólfur Garðarsson)

Aron Rafn Eðvarðsson - Össur Haraldsson (Eyjólfur Garðarsson)

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka var ekki í leikmannahópi liðsins í tíu marka sigri gegn ÍBV í lokaleik 6.umferðar Olís-deildar karla á sunnudaginn. 

Haukar unnu leikinn 39-29 og eru jafnir Aftureldingu í 1. og 2. sæti deildarinnar.

Aron Rafn sem var búinn að leggja skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð tók skóna af hillunni rétt fyrir tímabilið og hefur leikið með Haukum að undanförnu.

Hann var hinsvegar búinn að bóka sér í golfferð í sumar á þessum árstíma og það var því vitað fyrir tímabilið að Aron Rafn myndi missa af leiknum gegn ÍBV.

Haukar mæta Stjörnunni í 7.umferð Olís-deildarinnar á heimavelli næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 19:30.

Óvíst er hvort Aron Rafn verði kominn heim fyrir þann leik.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top