Ívar Logi Styrmisson (Kristinn Steinn Traustason)
Ívar Logi Styrmisson skoraði eitt af flottustu mörkum 1.umferðar Evrópudeildarinnar þegar Fram tók á móti Porto í Úlfarsárdalnum á þriðjudagskvöldið. Samfélagsmiðlanefnd Evrópudeildarinnar valdi mark sem Ívar Logi skoraði í tólf marka tapi Fram gegn Porto sem annað flottasta mark 1.umferðarinnar. Filip Psjad leikmaður Karlskrona á flottasta mark 1.umferðarinnar sem hann skoraði í Ungverjalandi gegn Ferencvaros. Micke Brasseleur leikmaður Saint Raphael skoraði síðan þriðja flottasta mark umferðarinnar. Fimm flottustu mörk 1.umferðarinnar í Evrópudeildinni má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.