Óvíst hversu lengi Sara Odden verður frá
Eyjólfur Garðarsson)

Sara Odden (Eyjólfur Garðarsson)

Sænska vinstri skytta Hauka í Olís-deild kvenna, Sara Odden lék ekki með Haukaliðinu í tapinu gegn ÍR í 7.umferð Olís-deildar kvenna á laugardaginn.

Haukar töpuðu leiknum með fjórum mörkum 30-26 en Haukar voru án Söru Odden og Ingu Dís Jóhannsdóttur sem er fingrabrotin. Þá verður Rut Arnfjörð Jónsdóttir ekkert meira með liðinu í vetur þar sem hún gengur með barn undir belti.

Díana Guðjónsdóttir þjálfari Hauka sagði í samtali við Handkastið að Sara Odden væri tognuð aftan í læri og það væri ástæðan fyrir því að hún hafi ekki getað leikið með liðinu á laugardaginn.

Stórleikur fer fram í Olís-deild kvenna annað kvöld þegar Haukar taka á móti Val í 8.umferð Olís-deildarinnar. Haukar er eina liðið sem hefur unnið Val á tímabilinu en liðið situr í 5.sæti deildarinnar með sjö stig.

Díana segist ómögulega getað sagt til um það hversu lengi Sara Odden verður frá en framundan er hörkuleikir hjá Haukaliðinu því liðið fær spænska stórliðið Malaga í heimsókn í Evrópubikarnum á laugardaginn.

Í næstu viku mætir Haukar síðan Fram áður en liðið ferðast til Spánar og leikur seinni leikinn gegn Malaga í Evrópubikarnum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top