Valur keyrði yfir Hauka í síðari hálfleik
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Alexandra Líf Arnarsdóttir Rut Jónsdóttir (Kristinn Steinn Traustason)

Stórleikur Hauka og Vals fór fram á Ásvöllum í kvöld en þessi lið léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að hafa frumkvæðið en það var Valur sem leiddi í hálfleik 12-13.

Hafdís Renötudóttir var frábær í marki Vals í fyrri hálfleik og varði 10 skot, þar af 3 vítaköst.  Kollegi hennar í landsliðinu Sara Sif Helgadóttir varði 5 skot í fyrri hálfleik og voru þau flest  úr dauðafærum sem héldu Haukum inní þessu.

Valskonur tóku svo öll völd í síðari hálfleik með gífurlega sterkur varnarleik með Hafdísi í ham fyrir aftan þær. Eftir um 15 mínútna leik í seinni hálfleik voru Valur komnar 7 mörkum yfir 18-25 og Haukar voru orðnar vonlitlar.

Stefán og Díana Dögg brugðu þá á það ráð að fara í 7 á 6 til að reyna að höggva á hnútinn sóknarlega hjá Haukum. Það gekk ekki upp hjá Haukum og Valskonur bættu jafnt og þétt í forskotið og unnu að lokum þægilegan sjö marka sigur, 24-31.

Hafdís Renötudóttir var frábær í marki Vals í kvöld og varði 16 skot. Lovísa Thompson var markahæst hjá Val með 9 mörk en hjá Haukum var Jóhanna Margrét Sigurðardóttir markahæst með 7 mörk.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top