Haukar steinlágu gegn Málaga
Eyjólfur Garðarsson)

Sara Sif Helgadóttir (Eyjólfur Garðarsson)

Kvennalið Hauka fékk algjöran skell gegn spænska liðinu, Malaga á heimavelli í kvöld í 32-liða úrslitum Evrópubikarsins. Spænska liðið hafðu töluverða yfirburði allan leikinn og vann að lokum átján marka sigur, 18-36.

Um er að ræða fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitunum en seinni leikurinn fer fram á Spáni um næstu helgi.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst í liði Hauka með fimm mörk og Rakel Oddný Guðmundsdóttir skoraði fjögur mörk. Alexandra Líf Arnarsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Aníta Eik Jónsdóttir skourðu tvö mörk hver og Ebba Guðríður Ægisdóttir, Birta Lind Jóhannsdóttir og Embla Steindórsdóttir skoruðu eitt mörk hver.

Sara Sif Helgadóttir varði átta skot í marki Hauka.

Malaga hafði tíu marka forskot í hálfleik 9-19 en liðið komst í 2-10 í upphafi leiks. Það stóð ekki steinn yfir steini í leik Hauka í kvöld gegn sterku liði Malaga en Valsstelpur slógu út Malga í sömu keppni í fyrra.

Hjá Málaga var Isabella Medeiros markahæst með tíu mörk, þar af fimm úr vítum. Nicxon Hiobi og Maider Barros komu næstar með fimm mörk hvor.

Það verður athyglisvert að sjá hvað Haukar gera í seinni leiknum á Spáni um næstu helgi.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top