Telur ólíklegt að Rea verði sendur heim
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Rea Barnabas (Egill Bjarni Friðjónsson)

Stjarnan og ÍR skildu jöfn í vikunni 27-27 og ræddu strákarnir í Handkastinu um þann leik í síðasta þætti.

Ísak Logi Einarsson átti erfitt uppdráttar í leiknum og spiluðu hann og Hans Jörgen Ólafsson megnið af leiknum í útilínu Stjörnunnar meðan lánsmaðurinn frá Pick Szeged, Rea Barnabas, sat sem fastast á bekknum allan leikinn.

Styrmir Sigurðsson annar af þáttastjórnendum Handkastsins velti því fyrir sér hvert hlutverk Rea væri innan hópsins ef hann væri ekki nýttur í leik þar sem útilínan var ekki að standa sig betur en hún gerði. ,,Ég velti því hreinlega fyrir mér hvort hans dagar sem leikmaður Stjörnunnar séu taldir, hann er búinn að vera eitthvað meiddur en eini jákvæði punkturinn sem ég man er þegar hann jafnaði gegn Baia Mare í evrópukeppninni í ágúst."

Arnar Daði Arnarsson aðstoðarþjálfari Stjörnunnar telur það hins vegar ólíklegt að Stjarnan losi sig við Rea. ,,Það þætti mér ólíklegt miðað við hvernig breiddin á hópnum er um þessar mundir. Sveinn Andri fór í aðgerð í vikunni og verður frá í 12 vikur hið minnsta þannig þetta er basically hópurinn sem við er með svo ég tel ólíklegt að hann verði sendur heim."

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top