Haukur markahæstur í sigri
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Haukur Þrastarson (Kadir Caliskan / Middle East Images via AFP)

Einn leikur fór fram í þýsku úrvalsdeildinni í gær þegar HSG Wetzlar tók á móti Hauki Þrastarsyni og félögum í Rhein-Neckar Lowen í fyrsta leik 14.umferðar deildarinnar.

Gestirnir frá Mannheim gerðu sér lítið fyrir og unnu sannfærandi sjö marka sigur 23-30 og fóru með sigrinum upp í 9.sæti deildarinnar með 14 stig.

Haukur skoraði sex mörk fyrir Löwen í leiknum og átti fjórar stoðsendingar en hann var meðal markahæstu leikmanna Rhein Neckar Lowen ásamt Edwin Aspenback og Janick Kohlbacher sem skoruðu allir sex mörk.

Tveir leikir fara fram í dag í þýsku deildinni. Erlangen fær Stuttgart í heimsókn og Eienach fær Kiel í heimsókn. Fyrri leikur dagsins hefst klukkan 18:00 og þann síðari klukkan 19:00.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 17
Scroll to Top