Fá Haukarnir að nota klefann sinn í Final 4?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

HaukarHaukar (Egill Bjarni Friðjónsson)

Það var ljóst á dögunum hvaða lið leika í Final 4 helginni sem fram fer í lok febrúar á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Það kemur í hlut Hauka, FH, KA og ÍR-inga þetta árið en það má til gamans geta að ekkert þessara liða var í undanúrslitum í fyrri svo áhorfendur fá fjögur ný lið þetta árið.

Strákarnir í Handkastinu fóru yfir 8 liða úrslitin í bikarnum í þætti sínum fyrr í desember og veltu fyrir sér Final 4 helginni sem framundan er.

Styrmir Sigurðsson annar þáttastjóranda þáttarins velti fyrir sér hvort Haukarnir myndu fá að nota klefann sinn á Ásvöllum líkt og kvennaliðið gerði í fyrra. ,,Verða ekki öll lið að sitja við sama borð þessa helgina?"

Arnar Daði rifjaði upp að það hefði gengið vel fyrir kvennalið Hauka sem varð bikarmeistari á heimavelli í fyrra en Kristinn Björgúlfsson taldi að það væri ekki klefinn sem ynni bikarkeppnina.

Það verður þó áhugavert að sjá hvort Haukar muni fá að nota klefann sinn líkt og kvennaliðið í fyrra eða hvort HSÍ muni senda þá á neðri hæðina líkt og hin þrjú liðin sem leika til úrslita.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 77
Scroll to Top