Aron Rafn íþróttamaður ársins á Ásvöllum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Aron Rafn Eðvarðsson (Haukar)

Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka er íþróttamaður Hauka árið 2025. Félagið hélt viðurkenningahátíð sína á gamlársdag á Ásvöllum.

Aron Rafn lék vel með Haukum tímabilið 2024/2025 og lagði skóna á hilluna í kjölfarið. Hann dró þá ákvörðun hinsvegar til baka seint í sumar eftir að ljóst var að uppeldisfélag hans væri í markmannsvandræðum vegna meiðsla Vilius Rasimas.

Það fór svo að Aron Rafn tók skóna aftur af hillunni og hefur verið einn besti ef ekki besti leikmaður Hauka í tímabilinu í Olís-deild karla. Hann var einn af fimm markvörðum á 35 manna lista Snorra Steins Guðjónssonar fyrir EM sem framundan er.

Handkastið óskar Aroni Rafni til hamingju með viðurkenninguna.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 10
Scroll to Top