Tekur helgina í að skoða hvort annar verði kallaður inn í hópinn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn Guðjónsson (DANIEL KARMANN / dpa Picture-Alliance via AFP)

Snorri Steinn Guðjónsson sagði í viðtalið við Vísi fyrr í dag að hann ætlaði ekki að drífa sig á að kalla inn annan leikmann fyrir Kristján Örn Kristjánsson sem þurfti að draga sig úr hópnum fyrr í dag vegna meiðsla.

Bjarki Már Elísson æfði einnig ekki með landsliðinu í morgun á opinni æfingu sem fram fór í Safamýrinni og hefur Snorri ekki áhyggjur af því. Ákvörðun var tekin í samráði við læknateymi landsliðsins að hvíla Bjarka Má í morgun og var meira um varúðarráðstöfun að ræða.

Snorri sagði að hann myndi taka ákvörðun eftir helgi hvort hann myndi kalla á annan leikmann í hópinn eftir að Kristján Örn þurfti að draga sig úr honum í morgun. Það myndi velta á þvi hvernig endurhæfing Þorsteins Leó myndi ganga en hann hefur verið að glíma við meiðsli í nára síðan fyrir jól.

,,Steini verður væntanlega ekki með í næstu viku en nei, þetta er ekki þannig að ég ætli að hlaupa upp til handa og fóta og kalla einhvern inn. Ekki eins og stendur. Auðvitað er planið að fara með átján heila til Svíþjóðar en ég ætla aðeins að melta þetta.“ sagði Snorri í samtali við Vísi.is í dag.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 43
Scroll to Top