FramFram ((Kristinn Steinn Traustason)
Powerade bikarkeppni HSÍ kom til tals í nýjasta þætti Handkastsins þar sem drengirnir veltu upp þeim möguleika á að færa leikdaga í bikarkeppninni til. Ásgeir Gunnarsson tók eftir því í undirbúningi þáttarsins að búið væri að krýna bikarmeistara bæði í Noregi og Sviss og fór að velta fyrir sér hver ástæðan væri fyrir þessu og hvort þetta væri eitthvað sem við mættum skoða hér á Íslandi. ,,Væri ekki fínt að hafa eitthvað í gangi fyrir áramót? Maður bíður allt árið eftir febrúar því þá fer eitthvað að gerast og síðan er það úrslitakeppnin næst um vorið. Væri ekki ágætt að fá smá spennu fyrr á tímabilið?" Kristinn Björgúlfsson hefur persónulega reynslu af þessu síðan hann spilaði í Noregi fyrir rúmlega 17 árum síðan. ,,Í Noregi er þetta þannig að bikarúrslitaleikurinn spilast á milli jóla og nýárs". Runar varð á dögunum norskur bikarmeistari eftir sigur á Kolstad í vítakastkeppni. Styrmir stjórnandi þáttarins velti þeim mögulega upp hvort þetta gæti verið eitthvað sem vert væri að skoða meðfram breytingu á mótafyrirkomulagi sem Arnar Daði sagðist vera að vinna í fyrir næsta ársþing HSÍ. ,,Það eru þarna lið í febrúar sem eru nýkomin úr mánaðarpásu síðan í janúar og eru ekki í Final 4 og eru þá í 10-12 daga pásu." Kristinn benti þá á að honum fyndist þetta Final 4 fyrirkomulega á Íslandi núna verða orðið svolítið súrt. ,,Þetta var föstudagur, laugardagur og málið var dautt. Brjáluð stemmning og mikið undir. En núna er þetta orðið miðvikudagur, laugadagar og mér finnst sjarminn af Final 4 vera farinn." Kristinn hélt áfram og sagði að hann myndi vilja sjá norska módelið þar sem úrslitaleikurinn yrði milli jóla og nýárs eða fara í gamla Final 4 módelið þar sem þetta yrði spilað á tveim dögum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.